Starfsmannahópar

Mynd
Bubbi
Hver sigrar hvern á næsta staffa hittingi?

Við hjá Snooker & Pool bjóðum upp á á einstaka upplifun fyrir starfsmannahópa fyrirtækja eða hópa sem vilja bara gera sér glaðan dag!

Gestgjafi sem við útvegum tekur á móti hópnum og kennir reglurnar í Pool og helstu undirstöðuatriði sem hjálpa til við spilun.

Því næst mun gestgjafinn setja upp Pool mót innan hópsins þar sem verðlaun eru í boði fyrir 3 efstu sætin og bikar fyrir efsta sætið!

Samhliða því bjóðum upp á pubquiz með vinningum sem að Snooker & Pool getur útvegað. 

Við bjóðum upp á allskonar útfærslur varðandi veitingar á staðnum. Þar erum við að tala um pizzur, hamborgara, mozzarella stangir, vængir og fleira.

Ef áhuginn liggur í dýrindis veitingar þá erum við í samstarfi með Matarkompaní þar sem hægt er að velja um 4 mismunandi sælkera pakka. 

Miðast hóparnir við 25-100 manns, en allir hópar yfir 75 manns hafa staðinn út af fyrir sig og er því örlítið dýrara þar sem staðnum er lokað á meðan fyrir almenna umferð.

Endilega sendið fyrirspurnir á pool@pool.is

Pakki 1. (Venjulegi pakkinn)

Hópurinn pantar pantar borð og er engin lágmarksfjöldi. Borgar fyrir borðin og pantar sér mat og veitingar sjálfur. Verið vinsælt hjá okkur í gegnum tíðina og er hugsað ef að fólk vill bara ráða sér sjálft og ekkert poolmót eða pubquiz.

Pakki 2. (Bronspakkinn)

Hópurinn kemur og er tekið á móti honum með kennslu um Pool og reglurnar kenndar. Pool mót haldið með verðlaunum fyrir fyrstu 3 sætin og eignabikar fyrir þann sem vinnur mótið. Pubquiz með vinningum frá Snóker og Poolstofunni.

Matseðill

  • Kjúklingavængir og Mozzarella stangir

Verð

  • 25-100 manns : 7.000 á mann.

Innifalið eru borðagjöld, gestgjafi, pubquiz, verðlaun, mótið og matur.

Pakki 3. (Silfurpakkinn)

Hópurinn kemur og er tekið á móti honum með kennslu um Pool og reglurnar kenndar. Pool mót haldið með verðlaunum fyrir fyrstu 3 sætin og eignabikar fyrir þann sem vinnur mótið. Pubquiz með vinningum frá Snóker og Poolstofunni. Matur frá Matarkompaníinu.

Matseðill

  • Teriyaki kjúklingaspjót með teriyaki dressingu
  • Parmaskinkuspjót með kirsuberjatómötum, mozzarellaosti og basiliku
  • Tígrisrækjuspjót með mangó-chilli dressingu
  • Mini pulled pork hamborgarar með heimagerðu hrásalati og BBQ
  • Laxa ceviche með mangó, dill og sítrónu
  • Nauta tartar með rauðrófum, piparrót og ætiþistlum
  • Frönsk súkkulaðikaka

Verð

  • 25-50 manns 11.000 kr. á mann
  • 75-100 mann 12.400 á mann

Innifalið í verðinu eru borðagjöld, Gestgjafi, Pubquiz, verðlaun, mótið og matur

Pakki 4. (Gullpakkinn)

Hópurinn kemur og er tekið á móti honum með kennslu um Pool og reglurnar kenndar. Pool mót haldið með verðlaunum fyrir fyrstu 3 sætin og eignabikar fyrir þann sem vinnur mótið. Pubquiz með vinningum frá Snóker og Poolstofunni. Matur frá Matarkompaníinu.

Matseðill

  • Sous vide-eldað lambalæri sem er klárað á grillinu
  • Grilluð bökunarkartafla
  • Hvítlauks grillsósa
  • Ferskt salat með kirsuberjatómötum, mangó og fetaosti
  • Grilluð Súkkulaði kaka, makkarónur, súkkulaðihúðuð jarðaber og léttþeyttur vanillu rjómi.

Hægt er að skipta út grillsósunni fyrir Bernaise sósu.

Einnig er hægt að velja um tvo aðra eftirrétti:

  • Súkkulaðimús með bökuðu hvítsúkkulaði og berjum
  • Creme brulée með karamelluðum sykri

Verð

  • 25-50 einstaklingar : 12.500kr á einstakling
  • 75-100 einstaklingar : 14.000kr á einstakling

Innifalið eru borðagjöld, gestgjafi, pubquiz, verðlaun, mótið og matur. Ef hópurinn er stærri en 75 manns er Poolsalurinn lokaður fyrir aðra gesti.