Verður fyrirtækið þitt Íslandsmeistari í Pool árið 2024?
Við hjá Snóker og Pool erum stolt af því að halda Íslandsmeistaramóti fyrirtækja í Pool í annað sinn. Max1 Bílavaktin unnu í fyrra og fóru heim með fangið fullt af verðlaunum!
Um er að ræða einstakan hópeflisviðburð og lofum við ógleymanlegu kvöld
Undanmót
Mótaröðin hefst 10 nóvember og spilað verður til úrslita í maí. . Við finnum hentuga tímasetningu sem hentar fyrirtækinu þínu. Mótið tekur um það bil 3-4 klukkustundir.
Starfsmenn hvers fyrirtækis keppast innbyrðis um hvaða 4. leikmenn munu skipa opinbert lið fyrirtækisins.
Hópstjórinn okkar, Bubbi, mun taka á móti gestum á sinn einstaka hátt, stjórna mótinu, halda uppi stemningunni og kenna undirstöðuatriðin í Pool fyrir þá sem þess þurfa. Boðið verður upp á kjúklingavængi eða mozzarellastangir.
Hvert lið mun fá vegleg verðlaun og það fyrirtæki sem stendur uppi sem Íslandsmeistari hlýtur glæsilegan farandbikar merktan fyrirtækinu.
Lokamót
Lokamótið verður í maí. Hvert fyrirtæki spilar tvímennins útsláttarkeppni við önnur fyrirtækið og liðið sem sem fer alla leið verður krýnt Íslandsmeistari fyrirtækja í Pool!
Eingöngu 64 fyrirtæki geta tekið þátt og því hvetjum við fyrirtækið þitt til að skrá sig strax til að tryggja sér þátttökurétt.
Þátttökugjald
Þáttökugjald er 9.500 fyrir hvern starfsmann.