Um okkur

Markmið okkar á Snooker & Pool er ekki einungis að bjóða upp á glæsilegustu snóker- og poolsali landsins, heldur leitumst við einnig eftir því að bjóða upp á góðan mat og framúrskarandi þjónustu.

Hjá okkur er viðskiptavinurinn sannarlega númer eitt og við leitumst eftir að gera upplifun þína á staðnum sem ánægjulegasta.

Eldhúsið okkar er þekkt fyrir frábæra hamborgara, góðar samlokur og dýrindis pizzur.

Klúbburinn er kóngurinn, þess vegna fá Klúbbfélagar betra verð! Má þar nefna tilboð á bjór og ódýrara tímagjald. Það geta allir orðið Klúbbfélagar, þú einfaldlega kaupir Klúbbkort og þá er þetta komið. Nánari upplýsingar um Klúbbinn má finna hér til hliðar.

Við tökum einnig á móti hópum, stórum sem smáum, í mat, drykk og stórkostlega skemmtun. Nú er hægt að fylla út form hér á heimasíðu okkar til að fá verðtilboð í hóp. Svo er náttúrulega alltaf hægt að hringja eða bara senda okkur línu á pool@pool.is