Klúbburinn

Klúbburinn er fyrir þá sem vilja fá betri verð á Snooker & Pool, Lágmúla 5.

Þegar þú gengur í Klúbbinn greiðir þú félagsgjald, kr. 1500, og færð afhennt Klúbbkort.

Klúbbkortið veitir þér svo ýmis fríðindi sem venjulegum kúnnum býðst ekki, en öllum er frjálst að festa kaup á Klúbbkorti.

KLÚBBKORTIÐ KOSTAR 1500 KR. OG GILDIR ÚT ÁRIÐ 2023.

Hvað kostar að ganga í klúbbinn?

Það kostar 1500 kr.

Hvað gildir kortið lengi?

Kortið gildir út almanaksárið hverju sinni. Hvort sem þú kaupir kortið í janúar eða apríl gildir það til 31. desember sama ár.

Hvað græði ég á að eiga svona kort?

Þú færð til dæmis…

  • klukkutíma í snóker eða pool á 2940 í stað 3480
  • stóran bjór á 1450 kall í stað 1590 kr.

Þarf ég alltaf að sýna kortið?

Já, til að njóta þeirra sérkjara sem Klúbburinn veitir þarftu alltaf að sýna kortið!

Ef við komum nokkur saman, þurfum við öll að vera klúbbfélagar?

Já, allir þurfa að vera Klúbbfélagar svo að hópurinn allur fái afslátt

Hvernig skrái ég mig í klúbbinn?

Það þarf ekkert að skrá sig, bara splæsa í Klúbbkort og þá er það komið!